Rafmótorar

Segull - úrval af rafmótorum

Hjá Segli færðu faglega ráðgjöf varðandi rafmótora. Það er mikilvægt að skipta við rótgróið fyrirtæki sem býður upp á rétta úrvalið frá viðurkenndum framleiðendum.

Nýttu þér gjarnan sérþekkingu starfsmanna okkar og hafðu samband.

Skiparafmagn

Segull - sérþekking á skiparafmagni

Segull annast allar breytingar og nýlagnir í skip og báta og fagnar bæði stórum og smáum verkefnum.

Kæli- og frystikerfi

Segull sérhæfir sig í kæli- og frystikerfum fyrir báta og skip. Stuðlaðu að bættum gæðum aflans og láttu faglega starfsmenn Seguls setja upp kælikerfi í bátinn eða skipið.

Mótorvindingar og öryggismál

Við mótorvindingar eru notuð rokgjörn lökk og leysiefni. Segull hugar vel að öryggismálum við mótorvindingar og því borgar sig að leita til okkar.

Lagnir

Segull - setur upp og endurnýjar

Við önnumst uppsetningu og endurnýjun
- gamlar lagnir
- smáspennulagnir
- raflagnir
- símlagnir - loftnetslagnir
- tölvulagnir
- brunakerfi
- kerfislagnir
- myndavélalagnir
- öryggislagnir
- vakt
- og viðvörunarkerfi

Varahlutaþjónusta

Segull - vandað úrval af varahlutum

Við bjóðum m.a. upp á alsjálfvirkt hleðslutæki í rafgeyma. Tækið tengir þú við rafgeyminn og þarft engar áhyggjur að hafa af ofhleðslu hans.

Þarftu að sérpanta varahluti?

Segull leggur áherslu á að sérpanta varahluti og gefa faglega ráðgjöf varðandi þá. Hafðu samband til að fá fljóta og góða afgreiðslu.    

Töfluskipti

Segull - hugar að töfluskiptum

Það er mikilvægt að huga að töfluskiptum reglulega og gera úttekt á raflögnum í eldra húsnæði til að koma í veg fyrir brunahættu.

Rétt staðsetning á aðaltöflu skiptir máli og Segull finnur út réttu staðsetninguna á aðaltöflu í bátinn, bygginguna eða heimilið.

Ekki borga fyrir meiri raforku en þú þarft Hafðu mælatöfluna í lagi til að koma í veg fyrir sóun. Segull sér um lagnir og breytingar á alls kyns rafmagnstöflum.

Fáðu faglega úttekt - án endurgjalds Við framkvæmum ókeypis úttekt fyrir heimili og fyrirtæki. Láttu fagmenn okkar um úttektina.

Viðhald

Segull sér um viðhaldið - hvar sem er

Með réttu viðhaldi næst mikill sparnaður, hvort sem þú ert að reka bát, skip, heimili eða verksmiðju. Láttu Segul sjá um viðhaldið á rafmagninu.

Láttu fagmenn um úttektina
Við önnumst úttekt fyrir báta, skip, fyrirtæki og heimili og finnum út þarfir hvers og eins viðskiptavinar.

Nýlagnir

Segull - leggur öruggar nýlagnir

Þarftu að láta breyta rafkerfi í verksmiðju, byggingu eða skipi? Segull annast nýlagnir af miklu öryggi og áratuga reynslu.

Uppsetning á síma- og tölvulögnum og ýmsum eftirlitskerfum er í góðum höndum hjá Segli því við höfum reynsluna.

Reynsla er öryggi
Yfir 70 ára reynsla í rafiðnaði tryggir gæðin. Við byggjum á gömlum grunni og höfum í þjónustu okkar aðeins færustu fagmenn í rafiðnaði.

Ljós og lýsing

Segull - ný eða endurnýjuð lýsing

Segull annast uppsetningu á hvers kyns ljósum og lýsingu, nýlagnir og endurnýjun, breytingar og hönnun, bæði fyrir heimili, fyrirtæki og skip.

Rétt birta í híbýlum og vinnustöðum er ávísun á vellíðan fólks. Of mikil birta getur valdið glýju - rétt birta er sú birta sem Segull býður þér.

Láttu Segul sjá um lýsingarhönnun
Við hugum að þörfum hvers og eins og metum hverju sinni hverskonar lýsing hentar í rýminu sem um ræðir. 
Segull ehf.
Auðbrekka 1
200, Kópavogur
Iceland

Tel: +354 551 5460